15.2.2010 | 13:09
Oft leynist sauður í hundsgæru!!!
Góðan daginn kæra dagbók hér rignir meira en góðu hófi gegnir en samt eru systur búnar í ræktinni og að minnsta kosti önnur tók virkilega vel á .
Dagur elskenda fór sko vel , prinsessan sem hefur svo óskaplega gaman af að hlusta á tónlist (annars héldist hún eflaust ekki við heima hjá sér) fór að hlusta á tónlist að sínu skapi, að vísu er til ýmislegt sem sumir kalla tónlist en er það ekki í eyrum prinsessunnar. Prinsessan er reyndar með vítt "tónlistarskemmtisvið" þ.e. hefur gaman af mismundandi tónlist og í gær var það "blues" sem varð fyrir valinu. Systur mættu um klukkan fjögur síðdegis á "Mangó-bar" en þar er maturinn einmitt svo góður, sá besti þar komu þær sér vel fyrir til að hlusta og síðan átti nú líka að innbyrða eitthvað. Prinsessan tók eftir hatti nokkrum og ljósum jakka, rétt eftir að hún settis, sem skaust um sviðið og kom fyrir snúrum hér og þar. Jakkinn tók síðan gítar í fang og þá kom í ljós undir hattinu andlit "negra" ekki þó þess sem var í Þistilfirði hér um árið en "negri" samt og inn í jakkanum reyndist fremur lítill búkur. Eftir skamma stund kom í ljós að sá jakkaklæddi kunni sko heldur betur að leika á gítarinn en með honum var hvítur maður sem lék á hljómborð og greip öðruhvoru í saxafón og kunni þessum hljóðfærum mjög góð skil. "Negrinn" hóf upp raust sína og þá kom í ljós að "negrinn" er ekki með neitt innvols, ekkert inn í búknum nema tóm sem hljómaði mikið og vel, , ótrúlega mikil hljóð úr ekki stærra boxi og svona líka flott hljóð. Þessir tveir léku rokkaðann blues í nærri þrjá klukkutíma af mikilli snilld og víst er að prinsessan á eftir að fara aftur að hlusta því þessir verða víst á hverju fimmtudagskvöldi á "Mangó-bar" fram á haust .
Eftir góða tónlist og að sjálfsögðu frábærann mat sátu systur ásamt fleiri mörlöndum fram eftir kvöldi á barnum og nutu félagsskapar hvers annars og var það virkilega ánægjuleg stund. Eflaust hefur "stóra" systir verið dauðfegin að geta talað við einhverja aðra en "litlu" systur sem hún hefur setið uppi með í tvær vikur . Allavega komust systur heim fyrir miðnætti og lenti prinsessan ekki í neinum vandræðum með að rata heim á "sínu" eðal-ökutæki því það reyndust vera þessi fínu ljós á Fordinum en Spánverjar eru ekki mikið fyrir það að kveikja á ljósastaurunum ef þeir yfirhöfðuð eru þá til staðar .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og hættið svo að týna öllu þessu fólki upp á jöklum, því þar er svo kalt
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆhææææ,,,þið eruð heldur betur káta þið systur gaman að því,hér er allt gotta að frétta, kólnaði heldur betur í gær núna er hávaða rok og kalt en samt 3 st. hiti haldið bara áfram að hafa það gott við gerum það líka og endilega fá nýjar myndir af ykkur úr fjörinu Kv. úr Firðinum.
sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.