14.2.2010 | 12:28
Dagur elskenda í dag.
Kæra dagbók gærdagurinn var tíðindalaus á heimsvísu hjá prinsessunni . Prinsessueiginleikarnir nuti sín til botns, úti var 12 stiga hiti, loft á hraðferð og rigning, prinsessan hélti sig inni. Að vísu fóru systur í göngutúr um nágennið en það var bara til að geta lagt sig á eftir. Dagurinn var nýttur í krossgátu- og suduku "leysingar" og gripið í bók öðru hvoru ásamt því að horfa á spænska sjónvarpið, t.d. " Rex lögguhund" á spænsku. Þetta var góður dagur, afslöppun eftir erfiði síðustu daga og allar hrukkur horfnar eftir nokkra "bjúdý" blunda .
Í dag er dagur elskenda hér á Spáni en prinsessan veit að á Íslandi eru allir dagar "dagur elskenda". Þar sem prinsessan hefur ekki upplifað svona dag ákváðu systur að nýta hann til hins ýtrasta, fara í "elskenda" kvöldverð Þar sem verður djassmúsik spiluð af "lifandi" mönnum en fyrst á að fara niður í Torrevieja og skoða hvernig spánskir elskendur haga sér á sínum degi. Fínt að koma við á kaffihúsi og fá kaffi framreitt með hjartasúkkulaði. Þetta er að verða svo spennandi að prinsessan ætlar að fara að koma sér úr náttfötunum, klæðast sómasamlega og drífa sig út í "elskenda daginn" .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim þar sem allir dagar eru svo góðir fyrir elskendur .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ, ég vona að elskendadagurinn hafi verið góður hjá þér! hann var mjög góður hjá mér Eiríkur var svo rólegur og góður enda fékk hann pestina Gullfoss og Geysir Nú er ég í vinnunni og rétt í þessu var Sif að ganga inn og biður kærlega að heilsa elsku kerlingunni sinni
Við Eiríkur fórum á þorrablót að Laugarvatni á laugardaginn með mömmu og karlinum en úthaldið var ekki meira en það að við létum okkur hverfa um miðnætti og fórum upp í bústað að spila. Við spiluðum heilaspuna og mamma vann, en ef hún hefði farið í lyfjapróf hefði hún fallið á því vegna þess að hún tekur einhverjar töflur eftir að hún fékk smávægilega heilablæðingu
En til að láta keppnisskapið ekki fara alveg með sig þá var hinn sanni ungmennafélagsandi yfir okkur og allrir fóru kátir að sofa (enda nýbúin að sötra irish coffee).
hafðu það nú sem allra best áfram og fáðu þér nú einn cafe con leche eða una grande cerveza
knús í hús !!!!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.