Sambandsleysi!!

Kæra dagbók nú hefur þú verið vanrækt Shocking. Það er nú ekki vegna illkvittni prinsessunnar heldur hefur netsambandið eitthvað verið að hrella prinsessuna síðustu daga. Prinsessan er hins vegar búin að gera merkilega tækni uppgötvun og er að hugsa um að láta þá hjá spænska "internet-sambandinu" vita. Þannig er nefnilega að í janúar geysaði hér stíf norðanátt í nokkra daga, vindur blés norðan úr Evrópu og hér kólnaði svo að  reynt var að finna samsvörun í veðurmælingum frá fyrri árum og komust menn að þeirri niðurstöðu að annað eins hefði ekki gerst síðan mælingar hófust og þessu var vel haldið að fólki í fjölmiðlum en ekkert minnst á "internetsambandið". Hvað gerist svo fyrir þremur dögum, jú það kólnaði og fjölmiðlar yfirfylltust af fréttum af þessu agalega ástandi og annað eins veður á þessum árstíma hafði ekki átt sér stað síðan 1889 og enn var ekkert minnst á "internetssambandið" hvort sem það var vegna skorts á upplýsingum um það frá 1889 eða að menn bara eru ekki að fylgjast almennilega með. Prinsessan sér sér því þann kost vænstann að fara að upplýsa Spánverjana um ástandið Woundering.

 Systur hafa nú samt verið duglegar að njóta stundarinnar þráttt fyrir fjölmiðlavæl um veður. Síðasta miðvikudag héldu þær til Murcia, sem er borg aðeins lengra inn í landinu oghærra upp í fjöllunum. Veðrið var alveg ágætt sól og 13°C svo hægt var að kanna miðborgina fótgangandi án "pelsanna". Þegar komið var til borgarinnar var matsölustaðurinn "París" heimsóttur en hann er við hlið dómkirkjunnar og þessi matsölustaður kemur næstur á eftir Mango í matargæðum Smile. Prinsessan valdi að aka eftir sveitarvegum, gegnum þorp á leiðinni til Murcia og það var virkilega skemmtileg leið og margt að sjá á leiðinni, heimleiðinni var hins vegar á hraðbraut að hluta og á þjóðvegi og reyndist þjóðvegurinn líka bjóða upp á fallega landssýn.

Þar sem að prinsessunni er meinilla við kulda og vind, sérstaklega úr norðri, þá er hún orðin sérfræðingur í veðursælum stöðum. Hér í Torrevieja hefur hún uppgötvað veitingahús, áður spilavíti, þar sem er skjól þó annars staðar blási og þangað hafa systur farið daglega og snætt "hádegisverð" um þrjúleitið og setið í sólinni og hitanum þar þó þær hafi ekki haft mikinn áhuga á að sitja á pallinum þar sem andrúmsloftið er á meiri hraðferð en á spilavítinu Cool.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá systrum, hér er skýjað og spáð "light rain" en allt er þó þurrt enn og upplagt að skella sér í föngutúr ef nenningur finnst Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband