Kjötkveðjuhátíð!!

Kæra dagbók þá er "Soffía" búin í dag og var henni gerð nokkuð góð skil Smile.

Í gær ákváðu systur að fara í góðan göngutúr og héldu fótgangandi niður í miðborg Torrevieja í sól og hita, léttklæddar og sprækar. Niður við strönd var sest á veitingahús og þar voru menn bara ekki með á nótunum, áttuðu sig ekki á því að prinsessa væri mætt á staðinn Shocking. Systur voru látnar bíða ansi lengi án þess að fá afgreiðslu, hvað þá eitthvað til að væta kverkarnar en að lokum sá þjónustufólkið að sér og báru fram gott salat og drykki. Svo heppilega vildi til að þegar systur snéru við í göngunni heyrðu þær músik og sáu að fólk gékk upp eina götuna í miðbænum svo systur eltu. Þar var þá í gangi skrúðganga mikil, "Carnival" eða kjötkveðjuhátíð, rosaflottir búningar og skemmtilegar uppákomur. Nú fá Spánverjarnir nefnilega ekkert kjöt fyrr en á Pásladag W00t. Þar sem systur voru bara áhorfendur þá fá þær nóg kjöt. Prinsessan smellti af nokkrum myndum og síðan var farið á kaffihús sem er með ekta súkkulaði á bollum, margar tegundir og gerðir, eins er kaffið til í mörgum útgáfum og sumt bara ansi gott. Systur fengu sér heitt súkkulaði, það var þykkt og mjög gott með fullt af bráðhollum hitaeiningum FootinMouth.

Þá gengu systur áleiðisheim og þá var klukkan orðin sjö en að heiman fóru þær fyrir tvö svo þetta var orðin mjög góður göngutúr með smá milli setum!

Bless kæra dagbók og sólarkveðjur frá Spáni Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ,,, svona eiga prinssesur að njóta lífsins. KV. úr Firðinum

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 12:42

2 identicon

Hvað segirðu...hunsuðu þjónarnir ykkur? Það sannast þá að lærin á þér geta ekki verið 75% af þyngdinni eins og þú varst búin að segja annars hefðu þjónarnir strax tekið eftir þér:-))))) muna bara að missa klinkið úr buddunni á gólfið svo þeir komi hlaupandi!!! kv SJ

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 17:18

3 identicon

Frábært að vita að það er sól og hiti .Að vísu gott veður á " Skerinu "  , en ekki sólbaðsveður . Ég hefði viljað fá svona súkkulaðibolla , með ROMM-hitaeiningum í ! Ómissandi saman . Kveðjur og knús ,Stína Tr.

Kristín (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband