7.2.2010 | 10:14
Alicante!
Góðan daginn kæra dagbók, nú voru systur gjörsamlega störfum hlaðnar í gær . Fyrir klukka ellefu að staðartíma var haldið til Alicanteborgar, veðrið var mjög gott, 17°C og sól þegar lagt var af stað. Ökuleiðin var fallegt, falleg fjallasýn í sólinni og ekið í gegnum nokkur þorp sem ekki voru skoðuð. Þegar til Alicanteborgar kom gékk ótrúlega vel að finna bílastæði og það meira að segja gjaldfrítt og í miðbbænum, beint á móti skemmtibátahöfninni. Systur örkuðu af stað til að skoða borgina og gengu fram hjá veitingahúsum og kaffihúsum, þar sem var verið að elda og bera fram vellyktandi mat þannig að ekki leið á löngu þar til prinsessan var við það að ærast af eigin garnagauli . Þá var ákveðið að setjast á útiveitingastað við torg með mjög sérstökum trjám og er mjög líklegt að þar séu samankomin tréin úr ævintýrum H.C. Andersen. Allavega var þarna tréið sem Dátinn með eldfærin fór niður í og kræklótt nornatré. Prinsessan ætlaði nú að mynda þessi tré en rafhlaðan var þá búin í myndavéilinni svo það koma engar myndir. Systur drifu sig hins vegar í að kíkja á matseðilinn og voru langt komnar með að velja girnilega máltíð þegar þjóninn birtist og bauð upp á drykki en því miður þá væri eldhúsið ekki opnað fyrr en klukkan tvö . Þar sem systur voru náttúrulega aðframkomnar úr hungri sáu þær fram á að ekki væri hægt að bíða í rúman klukkutíma eftir mat svo þær drifu sig á annan stað nær höfninni og fengu fína máltíð og afbragðsþjónustu, alveg við prinsessu hæfi. Svo var haldið áfram að skoða borgina og verslanir aðeins skoðaðar og þær lofuðu góðu þessa fáu sem fengu þann heiður að fá systurnar í innlit. Borgin er viðkunnalega og eflaust hægt að eyða þar góðum tíma og margt skemmtilegt að skoða því miður varð engin kirkja á vegi systra en eflaust hefði verið gaman að komast í eina gamla, því þarna er kaþólsk trú ríkjandi og áður var þetta Mára svæði, gömul kirkja hlýtur að bjóða upp á magnaðar skreytingar en það verður athugað síðar. Ströndin var næsti viðkomustaður og þar var þessi fíni strandbar og hægt að sitja úti og sóla sig og svolgra bjór eða borða ís á meðan og það er það sem systur ákváðu að væri nauðsynlegt á þessari stundu. Eftir langa og góða setu var stigið aðeins út á ströndinna þannig að nú eru systur búnar að fara á ströndina . Heimferðin gékk mjög vel í jafn fallegu veðri og meira að segja hægt að setjast aðeins út á pall þegar heim kom þó klukkan væri orðin sex. Kínverskur veitingastaður sá um kvöldverð systra en hann er í góðu göngufæri frá aðsetri þeirra á Spánargrundum.
Nú sitja systur út á palli og skipuleggja ekki daginn en áætla langan og góðan göngutúr niður í bæ og skoða og skilgreina lífið í Torrevieja á sunnudegi.
Bless kæra dagbók og sólarkveðjur til ykkar allra .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆ HÆ kæru systur þetta er nú voða flott líerni hjá ykkur og njótið bara vel KV. úr Firðinum
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 13:22
Vá hvað það hlýtur að vera gaman hjá ykkur! Komuð þið ekki við í Nike outlet??? það er svo fínt að versla þar á leiðinni og gaman að skoða kirkjuna í Albir og alla listmunina þar.....ef þið farið aftur til Alicante...kkv SJ
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.