Myrkraverk!

Góðan dag kæra dagbók þá framdi prinsessan myrkaverk í gærkvöldi W00t. Já prinsessan ók út á flugvöll í kolníðamyrkri, engin lýsing nema frá bílljósunum og endurskinsmerkjunum meðfram þjóðveginum. Þegar á flugvöllinn kom tillti prinsessan sér niður við komusalinn og ákvað að bíða þar komu "stóru" systur en eftir smá stund uppgötvaði að fólk kom og leit að skjáinn með komu flugvéla og sagði Gathwik og gékk í burtu. Þetta þótti prinsessunni vorvitnilegt og dreif sig í að standa upp og líta á skjáinn en á ekkert merkileg, vélin að lenda. Þar sem prinsessan er skynsöm kona ákvað hún að spurjast fyrir í upplýsingum hvort þetta væri ekki eini komustaður farþega úr flugi, nei nei "terminal" 2 var þá uppi og auðvitað áttu farþegar frá Gathwik að koma þar út. Prinsessan hraðaði sér upp þar sem að vélin var lent, ætlaði sko ekki að láta "stóru" systur standa þarna einhversstaðar eina og umkomulausa. Þetta var töluverður gangur en "stóra" systir stóð sig sko í stykkinu og kom síðust farþega út um hliðið svo þetta reddaðist allt saman Cool. Síðan héldu tvær systur heim í kolníðamyrkri, ferðin gékk mjög vel og svo var skálað í smá freyðivíni við heimkomu Wink.

Nú er systur að hugsa um að skella sér á litinn og skemmtilegan markað að njóta áfram lífsins.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra heima og prinsessan var að velta því fyrir sér hvort að t.d. þeir sem eiga stórafmæli á næstu mánuðum, verða kannski 60 ára, eigi ekki að eiga afmæli í kyrrþey og njóta nokkurra daga hér¨!!Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíana

ohh, ég er ekki að verða 60 ára... á ekki einu sinni stórafmæli. Svindl. Getur maður verið 28 ára í kyrrþey?

Skemmtið ykkur vel og pantið allavega una cerveza eða vino blanco fyrir mig:)

Júlíana , 4.2.2010 kl. 12:44

2 identicon

Hæ hæ gott að stóa systir skilaði sér, öfunda hana að fá smá hita í kroppinn sinn,jájá,,, þetta er snildar hugmynd hjá þér að stóri brói haldi upp á 60 árin hjá þér væri alveg frábært hjá honum að skella sér til þín í nokkra daga.Bið að heilsa ykkur systrum og njótið vel, flott aðstaðan hjá þér búin að skoða myndir. KV. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband