31.1.2010 | 10:12
Handbolti!
Kæra dagbók hér hefur verið sól og blíða síðustu daga og gott að spóka sig í góða veðrinu . Prinsessan fór á "Caruso" í gær, nei ekki í henni Reykjavík, heldur samnefndum stað hér í Torrevieja í eigu sömu aðila og í Reykjavík. Staðurinn er að vísu lokaður fram yfir miðjan mars vegna vegaframkvæmda en var sérstaklega opnaður í gær svo að Íslendingar á svæðinu gætu horft saman á handboltann og eins verður í dag, boðið var upp á pizzu og vínglas eða bjór á 1 . Það var virkilega gaman að hitta þarna fólk sem hrópaði hvatningarorð að Íslenska landsliðinu á íslensku !
Eftir leikinn fór prinsessan í "stórverslunina" og verslaði sér stóra nautasteik sem hún svo eldaði sér heima og borðaði svo af bestu lyst eftir að hafa setið aðeins út á palli þegar sólin var að setjast en það gerði hún upp úr sex og þá fór að kólna.
Prinsessan ætlar að endurtaka leikinn í dag og fara og horfa á leikinn um bronsið og njóta félagsskaparins og þér að segja kæra dagbók þá er ekki bara fólk um sjötugt hér! Prinsessan hitti fiðlukennara á eftirlaunum en hún hafði kennt á fiðlu í 40 ár, meira að segja náð á kenna dóttur prinsessunnar í nokkrar vikur þegar hennar kennari var í leyfi. Prinsessan man eftir þessum kennara í Tónlistaskóla Hafnarfjarðar stjórnandi þar af röggsemi og gleði og virtist hafa stjórn á öllu því kom það prinsessunni ekki í óvart þegar henni var tjáð að þetta væri konan sem væri potturinn og pannan í hittingum Íslendinga á svæðinu og stæði fyrir ýmsum uppákomum eins og félagsvist, mínígolfi og ýmsu fleiru .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í kuldann og hafið það sem allra best og farið vel með ykkur þar sem prinsessan er til staðar til að fara vel með ykkur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða skemmtun, hér horfa allir mjög spenntir....
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 13:26
Frábært að þú skulir hitta ienhverja sem tala íslensku! ég var orðin svolítið smeik um að þú myndir kannski ekki skilja okkur þegar þú kemur aftur heim.... góða skemmtun áfram og njóttu nú áfram góðu máltíðanna í hitanum (smá ÖFUND) knús á þig kkv SJ
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.