28.1.2010 | 16:52
Já já!!
Kæra dagbók hér verður gerð önnur tilraun að bulli í dag og vonandi kemst það inn .
Það er af prinsessunni að segja að hún brá sér í leikfimistíma í morgun, á íslensku héti tíminn eflaust magi rass og læri. Prinsessan hefur ekki stigið fæti inn í svona hóptíma í að minnsta kosti tvö ár þannig að hún var pínu kvíðin, skyldi hún halda sporinu, gera æfingarnar rétt eða bara halda tímann út . Prinsessunni létti þegar hún mætti á svæðið því að 80% þeirra sem voru að fara í tímann voru meira en tíu árum eldri en prinsessan og breskir í þokkabót. Þetta yrði nú ekkert mál fyrir unga og spræka prinsessuna sem hafði verið í Hess fyrir tæpum tveimur mánuðum og svitnað þar af áreynslu í tækjasalnum. Tíminn byrjaði á upphitun, tekin nokkur spor og prinsessan náði þeim alveg hún er svo klár svo var farið í að "jogga" hringi í salnum og á meðan kom kennslukonan fyrir miðum á gólfinu og ýmist pöllum, lóðum, stöngum eða sippuböndum fyrir, já já ekkert mál, þetta hafði nú prinsessan allt séð áður, ekkert nýtt fyrir hana eftir fjölda ára í Hress. Þá byrjaði ballið!!! tók ekki þarna við stöðvaþjálfun ala Sissó, armbeygur í ýmsum útgáfum, lyftingar og á milli var hópurinn ýmist látinn gera hnébeygur, framstig eða skokka mishratt nokkra hringi. Loksins stöðvaþjálfunin búin en ekki tók betra við þá voru það magaæfingar ala Ebba, kræst. Nú var prinsessan farin að biðja, í hljóði þó, að tíminn færi að vera búinn.Prinsessan var bænheyrð því nú tóku við teygjur og slöku. Prinsessan hraðaði sér til búningsklefans, hjartslátturinn orðinn eðlilegur eftir slökunina og prinsessan ánægð með eigin frammistöðu, með frammistöðu "breska, kvenkyns Sissó" og mjög góðar viðtökur hjá hópnum.Kvenkynsþátttakendurnir fræddu prinsessuna líka á því að þetta kæmi nú allt hjá henni þegar hún lýsti því yfir að tíminn hefði verið erfiðari en hún átti von á og bættu svo við "þetta er svoo gaman tímarnir verða erfiðari og erfiðari"!!
Allavega er prinsessan með það á hreynu að á morgun er um tvennt að ræða hjá henni annaðhvort verður hún komin með öörmjó læri eða að hún verði hreyfihömluð í ganglimunum . Hún skráði sig í "Pilates" tíma í fyrramálið svona til öryggis ef seinni möguleikinn verður uppi á borðinu, besta lækningin er nefnilega hreyfing og teygjur.
Bless kæra dagbók og auðvitað unnu strákarnir "okkar" Norðmenn, bestu kveðjur heim
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ spræka! loksins að ég gaf mér tíma til að lessa bloggið ég hef haft mikiða að gera við að gera ekkert undanfarið..........vá hvað það hefur verið gaman í ræktinni hjá þér og þessum"gömlu" en fékkstu gott kaffi á eftir eins og í Hress??? ef ekki þá verður þú að skipuleggja kaffitíma fyrir staðinn og kenna þeim hvað á að gera "eftir" leikfimi hal´tu áfram að njóta lífsins úti er hjá þér í huganum með sangria og sól kkv Sandra
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.