26.1.2010 | 09:21
Hvað er þetta!!
Kæra dagbók svo bregðast krosstré sem aðrir raftar, ja hérna! Hér hefur verið hávaða rok og rigning síðan um fimmleytið í gær og þá er prinsessan að meina snarvitlaust veður. Á Íslandi eru það suð-austan áttirnar sem eru svo leiðinlegar í Hafnarfirði, rok og rikgning, hér er það norð-vestan sem gengur yfir núna. Nætursvefn prinsessunnar var truflaður hvað eftir annað af veðurofsanum, hér hvein og söng í öllu og prinsessan sem fór til Spánar til að njóta veðursins. Reyndar nýtur prinsessan veðursins því hún er ekki enn farin í ræktina en hún var tilbúin í hana í morgun. Prinsessan situr heima með tölvuna, prjónana, bækur, sjónvarpið, DVD og nóg af gómsætum mat svo það væsir sko ekki um hana . Nú bíður prinsessan eftir fréttum af veðri því það kæmi henni ekki á óvart að einhversstaðar í nágrenninu hafi einhverjar fokskemmdir orðið og hærra uppi í landinu og einnig norðar hefur snjóað, aumingja Spánverjarnir það ætlar ekki af þeim að ganga.
Prinsessan átti góðan dag í gær, fór niður í bæ og snæddi kjúkling á veitingahúsi, sat ein við borð, utandyra, því þá var veðrið fínt, fylgdist með fólkinu sem gékk hjá og öðrum gestum á veitingastaðnum. Eftir matinn fékk hún sér góðan göngutúr og rakst á kaffihús, "Expresso-House", dreif sig inn í von um gott kaffi á kaffihúsi með svo virðulegu nafni en "cappucino-ið" var ekkert sérstakt en næst er þá bara að prófa expresso kaffi .
Bless kæra dagbók þá ætlar prinsessan að nóta leiguhúsnæðisins í botn þar til veðrinu slotar, hún er róleg kærastinn komst heilu og höldnu heim og passar nú börnin og þau passa hann svo allt er í góðu, bestu kveðjur úr rokinu og rigningunni .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er algjörlega andlaus svo ég kvitta bara núna. Rétt svo komst í gegnum ruslpóstvörnina.
Edda (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.