Syfjuð!

Góðan daginn kæra dagbók þá er sko prinsessan syfjuð í dag, óskiljanlegt en hún geyspar og geyspar og þarf að stunda heimahugleiðslu áður en hún heldur af stað til að kíkja á hana Sophiu, það er líkamsræktarstöðina Smile.

Í gær fór prinsessan í smá leiðangur til að kaupa olíu á bílinn og kanna umhverfið betur og þá sá prinsessan að líf er að færast í miðbæinn. Fyrst fannst prinsessunni nefnilega eins og hún væri komin í afskekkt sveitaþorp þar sem allir væru fluttir á brott, varla nokkur á ferli en mjög auðvelt að fá sæti á veitingahúsum bæjarins. Í gær hins vegar var þó nokkuð af fólki á ferðinni og líflegra yfir öllu, enda er janúar hávetur hér og þessi hefur reyndar verið sá kaldasti síðan mælingar hófust, að því að prinsessn frétti. Reyndar finnst henni 15-17°C ekki kalt en það hefur hitinn að mestu verið yfir hádaginn, var að vísu 8°C einn daginn í janúar og svo tveir með 12°C. Í gær var spáð rigningu og það passaði það rigndi frá sex um kvöldi og öðru hvoru þar til prinsessan fór að sofa. Í dag er spáð rigningu og hér eru frekar ljós ský yfir og glittir öðruhvoru í sólina, svo er bara spurning hvað gerist á morgun en þá er spáð roki og rigningu. Spánverjar kvarta en prinsessan kemst út alla daga og það eina sem háir henni í göngutúrunum er nenningur sem er eitthvað af skornum skammti í dag.

Nú þarf prinsessan að koma í sig nenningi og fara að kíkja í ræktina, það má þá alltaf horfa á Whistling.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og vonandi hafa vinir og ættingjar sloppið við fok og una vel Kissing.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband