21.1.2010 | 11:52
Örlítil, varla um talandi!
Kæra dagbók þá náði prinsessan hjartslættinum aðeins upp í gær án þess að það væri af völdum hundskrímslis! Prinsessan fór út og skokkaði mjög, mjög stutt og fór svo í góða kraftgöngu og nöldrið bara týndist en það er alveg hægt að treysta því að það finnst fljótlega aftur.
Prinsessan fékk líka svo góðan póst á fésinu í gær, fullt af góðum upplýsingum og svo er bara að vinna úr þeim. Hver veit nema prinsessan verði komin á fullu í ræktina, spænskunám og golf þega kærastinn fer norður, nálægt heimskautsbaug til að hitta læknana sína.
Ekki nóg með það prinsessan fékk líka upplýsingar um spjallsíðu sem Íslendingar hér á svæðinu halda úti, svo nú getur hún tekið til við að spalla og spjalla og spjalla. Á þessari síðu eru líka hinar og þessar upplýsingar sem koma sér vel fyrir þá sem dvelja hér.
Prinsessan er loksins búin að koma sér upp spænsku símanúmeri en mikið rosalega er það langt.
Bless kæra dagbók og kannski að prinsessan reyni bráðum að setja inn myndir, kveðjur til allra heima og þið eigið víst vona á einhverju rosa óveðri í kvöld, kröpp lægð
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.