Aðgerðarleysi!

Kæra dagbók í gær var dagur aðgerðarleysis hjá kærustuparinu, að vísu var farið í tvo göngutúra, skipt á rúmum, þvegið, eldað og að sjálfsögðu snætt Smile.

Veðrið í gær var reyndar ekkert spennandi, mistur, grátt og um 17°C. Í dag skín hins vegar sólin og þá er spurning hvað kærustuparið geri.

Prinsessan er búin að gera sér grein fyrir að hún er ekki prinsessan á bauninni vegna viðkvæmni á líkama heldur er sinnið svona líka viðkvæmt. Í fyrri göngutúrnum í gær varð kærustuparinu gengið úr okkar hverfi og í vesturátt en þar er svona "sumarhúsahverfi" þetta hverfi er einhverra ára gamalt og þar er malbikið orðið ónýtt og göturnar orðnar að malargötum með drullupollum og "alles". Snyrtimennskan var ekki við prinsessunnar hæfi og hún vildi ólm komast í burtu og dró kærastann á eftir sér eins og fána í roki eða hund úr hverfinu því alls staðar voru eigendur og hundar í stríði um það í hvora áttina ætti að fara. Sem sé þetta var ekki fyrir viðkvæmar prinsessur.

Af hundamálum er það hins vegar að frétta að prinsessan hélt að hún væri alsendis óhrædd við þá dýrategund. Látum tvistana vera en stóru shefferhundarnir eru sko engin smásmíði og geðvondir. Prinsessunni er bara alls ekki sama þegar hún er að ganga fram hjá húsagörðum og gengur helst eins og Siglfirðingur, úti á miðri götu. Þannig er nefnilega að í fyrradag lenti prinsessan í þeirri óskemmtilegu reynslu að vara að rölta í rólegheitum fram hjá einu húsinu og upphófust þá í hræðilegurstu læti við eyra prinsessunnar og heitur andardráttur og gott ef ekki smá snerting við höfuðið, hjartað missti úr slög en prinsessan höfraði ekki heldur þóttist svellköld. Þarna á efripalli sem betur fer innan girðingar var risastór, dökkur shefferhundur sem tryllist þegar fólk gengur hjá húsinu hans. Prinsessan lenti svo í svipuði í gær á öðrum stað og er nú staðráðin í að láta Siglufjarðar genin ráða. Prinsessan hélt ekki að hún myndi segja að hún þyldi ekki hunda en "common" hér eru hundar af öllum tegundum í nær hverju húsi, ekki hjá prinsessunni og Cris. "Oboj oboj thats just too much" og svo þurfa þessi grey eða skrímsli að gera þarfir sínar og eigendurnir taka ekki upp eftir þá þannig að það er eins gott að horfa niður fyrir sig í göngutúrunum.

Bless kæra dagbók og prinsessan ætlar ekki að nöldra mikið meira í dag en hundaeign á að vera takmörkunum háð og hana nú, bestu kveðju til þeirra sem nenna að lesa röflið og ósjálfrátt var prinsessunni hugsað til Eddu vinkonu Kissing.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl. PRÓF OG BARNAPÖSSUN! gef mér tíma til að lesa bloggið þitt en hef ekki andlega burði til að svara nokkru af viti. kv.hs

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 12:53

2 identicon

Mér finnst þetta mjög, mjög vægt röfl hjá þér.  Ég fer ekki að hafa áhyggjur fyrr en þú ferð að vakna upp á nóttinni til að tala um það sem betur má fara. 

edda (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband