18.1.2010 | 11:44
Shapes/Hress!
Kæra dagbók þá er prinsessan að koma frá því að skoða "líkamsræktarstöðina" sem er hér í nágrenninu. Prinsessunni finnst nú varla taka því að mæta á staðinn sem heitir "Shapes" hún er svo vel "sheipuð". Prinsessan er góðu vön en ætlar samt að mæta í fyrramálið og prófa staðinn en henni leist nú ekkert vel á umgjörðina, að vísu ný og flott tæki en engin kaffi aðstaða, "common", engin Ásta, hún ætti kannski bara að sleppa þessu .
Kærustuparið fór í smá bíltúr í gær og fékk óvænt tvo ferðafélaga. Sá fyrri birtist skindilega fyrir framan á prinsessunni sem var að einbeita sér að akstrinum, þessi farþegi spriklaði öllum átta löppunum hangangi í spotta og gerði sig líklegan til að setjast á stýrið eða nefið á prinsessunni. Prinsessan bað kærastann að vera svo vænann að losa sig við farþegan þar sem hann birgði útsýnið, var örugglega 1/2 sentimeter í þvermál án lappa. Kærastinn vildi meina að ekkert lægi á þau væru alveg að verða komin á bensínstöðina. Þegar prinsessan stöðvaði vélknúna ökutækið fór fram hryllilegt morð og aðfarirnar voru vægast sagt grimmilegar, farþeginn var kraminn innan í tusku og honum slegið við stýrið hvað eftir annað og síðan fleygt í ruslið, engin bæn eða söngur við útförina. Eftir bensínstöðvar stopp var ekið áleiðis "heim" og þar sem prinsessan lítur út til vinstri í þeim tilgangi að kanna aðkomandi umferð, blasir þá ekki við annar óboðinn farþegi sömu tekundar og sá fyrri, þar sem prinsessan er mikil friðarsinni og dýravinur (flokkast hundar undir dýr?) þá ákvað hún að hleypa farþeganum út þegar hún legði í innkeyrsluna. Prinsessan opnaði hurðina og bauð farþeganum út en hann hoppaði þá bara niður á mottuna í bílnum svo prinsessan neyddist til að kremja greyið undir hælnum á Ecco skónum . Til að forðast allan misskilning vill prinsessan taka fram að svona er ekki vaninn að fara með farþega hennar og nokkuð öruggt er að svona verði líklega ekki farið með þá farþega sem koma sem gestir frá Ísland. Að því tilefni er rétt að nefna að prinsessunni finnst sjálfsagt já og ekki nema eðlilegt að vinnandi kvenpersónur á Íslandi eigi að fá leyfi á launum til að koma til Spánar og halda kvöldvökur fyrir prinsessuna og hella upp á gott kaffi öðruhvoru meðan á dvöl þeirra stendur.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim hér er að bresta á með sólskini og 20 stiga hita .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.