17.1.2010 | 10:40
Sunnudagur mikið rétt!
Kæra dagbók þá er prinsessan sest út . Sól í heiði og spáð 20 stiga hita í dag. Prinsessan eyðir að minnsta kosti klukkutíma á hverjum morgni í að sannfæra sig um að fara út að skokka en nær alltaf að sannfæra sig um að gera það ekki. Kannski er það vegna þess að hún hefur ekki enn fundið snigla til að keppa við, þetta kemur einhvern daginn. Prinsessan fann hins vega líkamsræktarstöð í gær, ekki langt í burtu, þá er bara að fara að skoða aðstæður og athuga hvort að þetta henti prinsessu. Á neðri hæðinni er írskur bar svo prinsessan veit alveg hvað hún gerir við kærastann á meðan hún skreppur í ræktina, þar að segja ef henn lýst þá nokkuð á staðinn.
Kærustuparið fékk sér langan göngutúr í gær meðfram ströndinn, sólin skein og hitamælirinn sýndi góðan hita en prinsessan var ekkert að fækka fötum gékk bara um í sínum leðurjakka og gallabuxum. Auðvitað var komið við á veitingahúsi og þar fékk prinsessan mjög gott salat, ferskt og bragðgott, þarna á hún örugglega eftir að koma aftur, ekki skemmdi útsýnið fyrir.
Alla ströndina stóðu sölumenn að ota að fólki "fölsuðum" vörum og fannst prinsessunni þeir vera einum af aðgangsharðir í sölumennskunni en fólk var að kaupa af þeim. Reyndar ekki amalegt að versla sér "Prada" veski á 20 eða "Gucci" sólgleraugu á 15. Prinsessunni voru boðin "D&G" sólgleraugu á 15 en það fannst henni dýrt og skömmu seinna voru þau komin niður í 10 "for you my lady, special price" en prinsessan lét ekki blekkjast og horfði staðföst á sölumanni í gegnum MiuMiu sólgleraugun sín með styrkingu og sagði "No Gracias, No Thank you". Svona er prinsessan gasalega stabíl.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra og vonandi láta sumar mömmur sér duga að vera bara með einn son af þremur heima .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð prinsessa. Mikið er gott að vita af ykkur þarna í velgjunni á Spáni. Og auðvitað kann veraldarvön skvíza að forgangsraða; veitingahús með góðum mat og drykk kemur langt á undan líkamsrækt og skokki.
Hér er nú flest við það sama, reyndar hefur kuldakastinu linnt og aftur orðið þokkalega hlýtt, nógu hlýtt til að skokka en samt er ekki mikið gert af því þessar vikurnar því Harpa okkar fékk vinnu í mánuð og við gerum okkar besta til að bjarga pössun því ekki er hægt að fá dagmömmu í svona stuttan tíma. En ef hún fær svo áfram vinnu, þá verður hún að fá sér aðra pössun.
Jæja ljúfust, bestu kveðjur til kærastans, hafið það gott, Herdís
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 11:03
Já,já ég veit enginn friður fyrir mér núna. Ég sé að það fer að verða virkilega nauðsynlegt fyrir mig að koma til þín. Þú munt þurfa félagsskap við það að kanna þennan írska bar. Ég þarf fyrst að sannfæra skólastjórnendur um að gefa mér frá á launum í ca. tvær vikur. Hmm get ekki séð svona í fljótu bragði að þær neiti mér um það
Bestu kveðjur og risaknús
Ásta
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.