16.1.2010 | 11:16
Nágrannar.
Kæra dagbók þá er prinsessan sest út á pall til að vera í sem bestu netsambandi. Það er nú allt í lagi hér er 15 stiga hiti og fer hækkandi, sólin að brjótast fram úr skýjunum og allt lýtur út fyrir bjartan og hlýjan dag .
Prinsessan á alveg eftir að kynna þér kæra dagbók fyrir nágrönnunum. Hér fyrir neðan búa dönsk hjón með litla yndinu sínu, hvítum litlum hundi sem er í fullu starfi við að gelta. Hundurinn geltir við hverja hreifingu í nágrenninu og áðan trylltist hann alveg þegar að stór hundur (prinsessan þekkir ekki mikið inná hundategundir, annað hvort eru þetta vasahundar eða stærra) kom gangandi með ungan dreng í bandi. Sá litili (ekki vasahundur) gelti og gelti en sá stóri gékk áfram hinn rólegasti, bígsperttur og flottur en svo var honum nóg boðið, snéri sér að þeim litla, gaf frá sér lítið "bofs" sá litli snarþagnaði og lagðist lúpulegur niður, hann veit núna hver ræður í hverfinu.
Í næsta húsi fyrir ofan okkur búa bretar sem tala rosalega bresku næstum of, þau eru ein af fáum hér sem ekki eru með hund eða kött. Ská á móti er frekar stórt einbýlihús með sundlaug í garðinum, flottum útihúsgögnum og þar búa bretar sem koma siglandi út í fínum fötum og vel tilhöfð og aka að sjálfsögðu um á Ford Mondeo. Þau eru með kött af síamskyni (prinsessan aðeins betur inn í kattartegundum) sem heldur vörð um heimilið, situr bígsperrtur við hliðið og hundarnir taka sveig þegar þeir ganga fram hjá með einhvern í bandi.
Kærustuparið fór í bíltúr í gær og kíkti í Copo Roig þar sem eru mjög flottar strendur og eflaust fínt að bregða sér þar í sjóinn. Á heimleiðinni brugðu þau sér inn á "Írish Pub" og það var bara eins og að koma inn á bar í Reykjavík þar sem eitthvað var af túristum.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim til allra .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð elskurnar mínar. Langt síðan ég hef kíkt á bloggið þitt og er ekki mín bara búin að skrifa nokkrum sinnum svo ég hef haft nóg að gera í kvöld að lesa fréttir af ykkur. Hér er allt að rúlla sinn vanagang. Ég ætla ekkert að tala um veðrið. En nú er komið að mér að lesa um veru ykkar á pallinum með öllu tilheyrandi Tryggvi minn verður á Spáni fram í lok apríl í einhvers konar skiptinámi, hann er í Barcelona. Ísak var að koma heim frá Svíþjóð, þangað fór hann með meistaraflokkinum. Hlakka til að lesa bloggið þitt á næstu dögum og bestu kveðjur til kærastans.
knús yfir hafið til ykkar
Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.