Útiseta/útáseta!

Kæra dagbók þá situr kærustuparið út á palli í sólinni og nú eru þau sko komin til Spánar. Prinsessan er hins vegar ekkert farin að greiða niður ferðina sína í dag þar sem hún ætlar að bjóða kærastanum í bíltúr á eftirSmile.

Það var nú eitt, eflaust fleira, sem prinsessan gleymdi að minnast á en það var þetta með jólin. Daginn eftir að kærustuparið lenti á Spáni var síðasti jóladagurinn hér, alveg eins og á Íslandi, nema hér er haldið meira upp á hann. Allt lokað, ekki veitingahús, allir fá pakka og fara í messu, mikill hátíðardagur. Prinsessunni þótti nú skjóta svolítið skökku við að ganga úti í sólskini og 15°C og alls staðar blikkaði jólaskraut og jólasveinar hangandi utan á svölum húsa en það voru jú jól. Núna sér prinsessan að sumir hér á Spáni eru eins og sumir á Íslandi því jólaskrautið hangir enn uppi þó komið sé fram yfir miðjan janúar, þetta gerir nú Spán svolítið heimilislegan.

Prinsessan var í þvílíkum ham í morgun og þreif húsið, skúraði og pússaði og endurraðaði. Það var líka eins gott því að prinsessan fann aukarúm í húsinu, alveg heilt með góðri dýnu það var bara undir háa rúminu, sem er svo ekkert hátt eftir allt saman. Þetta þýðir að hér eru sex rúmpláss í þremur herbergjum og svo er baðherbergi, þottahús og eldhús og stofa í einu rými, fyrir utan alla aðstöðuna utan dyra. Frábært!

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og verið nú endilega dugleg að taka niður jóladótið FootinMouth

Prinsessan ætlar hins vegar að sitja aðeins lengur úti í sólinni Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl og blessuð "kærustupar".  Gott að vita til þess að þið eruð úti á palli, ekki gætuð þið verið úti á palli á klakanum, bleyta 5 stiga hiti.  En lífið heldu áfram hér og umræðurnar um Icesave þið heppin.

Gangi ykkur allt í haginn dúllurnar mínar.

Kveðja,

Anna Stína.

anna Stína (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband