13.1.2010 | 12:45
Þetta náttúrulega bilun!
Góðan daginn kæra dagbók hér situr prinsessan og bloggar í 15 stiga hita en vildi samt öllu helst vera heima hjá sér á Íslandi og vera að gera eitthvað, þetta er náttúrulega ekkert annað en bilun.
Prinsessan gékk í "kuffulagið" áðan sér til hressingar og að kaupa eitthvað í gogginn, þetta er dágóður spölur, svona aðeins lengra en í Fjarðarkaup heiman frá prinsessunni. þetta var hressandi göngutúr en argaþvargið í "kuffulaginu" varð nú næstum til að eyðileggja endurnæringuna úr göngutúrnum en sem betur fer átti prinsessan eftir að ganga heim. Fullt var af fólki í búðinni og alltaf verið að kalla upp einhver tilboð á vörum, með þvílíkum hávaða og látum, virkaði svona eins og skipun að kaupa viðkomandi vöru. Sem betur fer er spænsku-kunnátta prinsessunnar það slök að hún vissi ekkert hvað var verið að skipan henni að kaup nema mandarínurnar sem voru á 0.25 kílóið og auðvita hlýddi prinsessan. Hún skilur hins vegar ekkert í því af hverju þeir láta ekki rauðu miðana duga, þessa sem notaðir eru um allan heim, "tilbud" "tilboð" eða hvað það nú er, þeir nefnilega voru líka í "Kuffulaginu" ýmist á spænsku eða ensku.
Nú er það bara spurning hvað kærustuparið gerir núna seinni partinn, sér til skemmtunar. Prinsessan er jú búin að þvo handklæði og hengja út, þau verða vel hörð og taka af allar dauðar húðfrumur við næstu þurrkun. Allveg sé prinsessan dóttur sína í anda þurrka sér með grjóthörðum handkæðum!
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.