Verðlag á matvörum.

Kæra dagbók þá situr prinsessan út á palli og sólin skín en hitinn er um 15°C.

Prinsessan hefur svolítð verið að velta fyrir sér verðalagi þar sem að alltaf var verið að vara hana við því hvað allt væri dýrt á Spáni. Prinsessan var sem sé í "kuffulaginu" og keypti inn fyrir sitt stóra heimili hér á Spáni. Tvö kjúklingalæri, leggur og efrihluti, þó nokkuð stærri en prinsessan sér vanalega í búðum á Íslandi, kostaði 1,30 €, langt brauð 0.80 € . Prinsessan hefur ekki gert annað en að reikna síðasta hálftímann og komist að mjög merkilegri og góðri niðurstöðu og hana nú! Nú biðlar hún bara til vina og ættingja um að kíkja aðeins í heimsókn hér til Spánar því að samkvæmt hennar útreikningum tekur stuttan tíma að greiða upp flugferðina og restin fer svo í að greiða niður húsa-og bílaleiguna. Ágætt palla rauðvín á lítersfernu kostaði 0.65 € og Rioja rauðvín á flösku, sem verslunin mælti með, kostaði 1.75 €. Báðar þessar rauðvínstegundir er prinsessan búin að smakka og þær reyndust vel, flaskan betri með mat en fernan fín á pallinn. Prinsessan þarf síðan að gera svipaða könnun á hvítvíninu. Ekki má gleyma að kærustuparið borðaði góða máltíð með sitthvoru rauðvínsglasinu og einum expressó á eftir, fyrir 17,30 €. Eflaust er hægt að borða dýrar úti en kærustuparið á bara eftir að prófa það.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim til allra og nú verður sko haldið áfram að reikna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ótrúlega glöð yfir því hvað prinsessan er vinnusöm.  Það er náttúrulega ekkert grín að smakka allt þetta vín.  Ég sé að þú ert gjörsamlega að fórna þér.  En segðu mér eru ekki alltaf pesetar á Spáni?  Nei djók.

Bestu kveðjur til ykkar beggja,

Edda

 p.s.

Nú ætla ég að senda þér email!

Edda (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband