Lítið að frétta!

Góðan daginn kæra dagbók Smile!

Ekki miklar eða stórar fréttir af prinsessunni nema hvað hún hefur töluvert fundið fyrir bauninni að undanförnu en þá hefur tengdamamma hennar komið og skutlað kæratanum á sjúkrahúsið til að það myndist ekki lognmolla þar Blush. Kærastinn sér nefnilega til þess að læknar og hjúkrunarfólk á þessum bæ hafi eitthvað að sýsla. Komið hefur í ljós að sveppasýkingin hans sést hér á svona fimm ára fresti og hefur hingað til verið afar illviðráðanleg en þökk sé framförum og rannsóknum í læknavísindum þá er nýkomið lyf á markaðinn sem hrekkir þennan sveppWink. Annað hvort lætur sveppurinn alveg undan eða hylkið hans lokar sig af og verður ekki til meiri vandræða. Síðasta sneiðmyndataka af lungum kærastans (sveppahylkið liggur þétt við lungun) sýndi að sveppurinn var á hröðu undanhaldi og svo er bara að sjá hverju framvindur. Kærastinn er töluvert slappur og ekki til stórræðanna en finnur sér alltaf eitthvað til dundurs á milli hvílda og vinnur að eigin uppbyggingu Grin.

Jón er óðum að jafna sig af mjaðmabrotinu en það var alveg við hryggjarsúluna þannig að erfitt var við að eiga. Dvölin í hundabúrinu skilaði þó sínu vel þó að aðrir heimilismeðlimir hafi átt erfitt með að horfa upp á litla eftirlætið reyna að naga sér leið út úr búrinu, það hélt þó og er enn heilt. Jón losnaði úr prísundinni í áföngum og var farinn að skokka um og leika við mýsnar (keyptar í kuffulaginu) þegar stóri frændi tók eftir "gúlp" miklum eða vökvafyllingu undir húð við hægri afturfót á Jóni. Jón var drifinn til lækningakonunnar sem skoðaði hann vel og vandlega og boðaði í aðra komu morguninn eftir. Jón mætti klukkan 0800 að staðartíma með mömmunni sinni og stóra frænda og varð að "leggjast" inn til sýnatöku og rannskóknar Crying. Rétt fyrir hádegi hringdi dýralæknirinn í ömmuna og sagðist hafa sogið 80 ml af glærum vökva úr læri Jóns, líklegast taldi hún að þetta væru afleiðingar af högginum sem hann fékk þegar hann brotnaði en þó þarf að fylgjast með honum. Jón var líka drifinn í röntgenmyndatöku og þar kom í ljós að brotið hafði gróðið vel svo að þessar erfiðu vikur hafa borgað sig Sick.

Þar sem Jón var svæfður við þessar aðfarir þá var tækifærið nýtt og sett í hann örflaga til merkingar þannig að nú er hann merktur í bak og fyrir, með nafnspjald lafandi í ól, tattú í eyranu og örflögu undir húð Shocking. Mikið var samt erfitt fyrir Jón að ganga og borða þegar hann kom heim, afturfæturnir létu engan veginn að stjórn og hann missti matinn stöðugt út úr sé enda afar vankaður og að lokum lagðist hann ofan á "afann" sinn sem lá upp í sófa og þar sváfu þeir saman góða stund Whistling.

Jæja kæra dagbók prinsessan heldur áfram í baráttunni með kærastanum og bíður eftir vorinu eða öllu heldur hærri lofthita Undecided. Kærustuparið þakkar allar góðar fyrirbænir og parinu þætti vænt um að þeim yrði haldið áfram, takk!

Bless kæra dagbók og vonandi verður einhver dugur í prinsessunni til skrifa svona með hækkandi hitastigi og bjartari dögum Kissing

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Jæja nú bara heimtum við hærra hitastig þetta gengur ekki svona lengur....á ég ekki að koma til þín á miðvikudagsmorgun og taka leikfimistíma heima hjá þér og svo góðan bolla á eftir?  Líka spurning um hvort við systurnar kíkjum ekki á ykkur annaðkvöld þegar ég kem að austan...knús á ykkur!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 13:32

2 identicon

Sæl alltaf gaman að lesa pistilinn. Ég fregnaði af væntanlegum lúðramömmuhittingi hjá Sólveigu innan skamms. Hlakka til að hitta ykkur allar. Bestu kveðjur til ykkar með ósk og bæn um góðan bata, kv. Úlla

Úlfhildur G (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband